Walter Burkert

Walter Burkert (2. febrúar 1931 í Neuendettelsau í Bæheimi í Þýskalandi; d. 11. mars 2015) var þýskur fornfræðingur og prófessor emeritus í fornfræði við háskólann í Zürich í Sviss. Burkert hefur einnig kennt í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann er sérfræðingur um forngrísk trúarbrögð og hefur haft mikil áhrif á aðra fræðimenn á því sviði og trúarbragðafræðinga almennt síðan á 7. áratug 20. aldar. Burkert á nútímalegan hátt niðurstöður fornleifafræði og bókmenntarýni á verkum skálda, sagnaritara og heimspekinga. Hann hefur gefið út bækur um jafnvægið milli dulhyggju og vísinda hjá pýþagóringum og um trúarlegar hefðir í fornum trúarbrögðum, um trúarlegar fórnfæringar og um áhrif persneskrar menningar og menningar miðauðsturlanda á forngríska menningu.

Burkert kvæntist Mariu Bosch árið 1957 og á með henni þrjú börn: Reinhard, Andreu og Cornelius.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search